pokercasinosports
pokercasinosports

PokerStars Rewards. Byggð upp með spilurunum. Fyrir spilarana.

Fáðu meira virði fyrir spilunina.

Við höfum gert PokerStars Rewards skýrara og auðskiljanlegra með markmiðum sem hægt er að ná og sanngjarnari uppbyggingu.

Þú getur fengið á bilinu 15%-60% af tekju (e. rake) og mótagjöldum til baka, allt eftir fríðindaþrepinu sem þú ert á.

Spila raunpeningaleiki. Þéna fríðindapunkta. Fá verðlaun.

PokerStars Rewards eru þín leið til að vinna verðlaun. Þénaðu fríðindapunkta í hvert sinn sem þú spilar raunpeningapóker.

Safnaðu nógu mörgum punktum til að klára mælistikurnar þínar og þá opnarðu fyrir kistur (e. Chests) sem eru fullar af verðlaunum.

Þú getur stjórnað öllum þínum verðlaunum undir svæðinu „My Rewards“ á reikningnum þínum.

Kistur og verðlaun

PokerStars Rewards er með sex venjuleg þrep, þar sem hvert þrep gefur mismunandi kistu í verðlaun með hækkandi virði. Því hærra sem kistuþrepið þitt er, því meiri verðlaun færðu.

Fjöldi fríðindapunkta sem þú þarft, virði kistunnar á hverju þrepi og fjöldi af kistum sem þarf að safna til að komast upp á næsta þrep (á rúllandi 28 daga tímabili) er sýnt hér á eftir:

KistuþrepSkilyrði í fríðindapunktumKistufjöldi til að komast á næsta þrepVirði kistuPókerverðlaun %
Blátt2.0005$315%
Brons6.0005$10,5017,5%
Silfur20.0005$4020%
Gull50.0005$12525%
Demantur120.0005$36030%
Svart250.000Ekki tiltækt$1.00040%

Ef 28 dagar líða án þess að þú hafir unnið kistu verður mælistikan þín núllstillt og þú færist niður um þrep, þar sem verður auðveldara að vinna kistur en þær innihalda þá verðlaun sem hafa lægra virði.

Hvernig á að vinna sér inn fríðindapunkta (e. Reward Points)

Pókerspilarar vinna sér inn 100 fríðindapunkta fyrir hvern $1 sem greiddur er í gjöld fyrir mót á dagskrá og 100 fríðindapunkta fyrir hvern $1 sem fer í tekju (e. rake) í Zoom eða peningaleikjum eða öðrum mótagjöldum (130 fríðindapunktar fyrir hvert £1 og 110 punktar fyrir hverja €1).

Skipting á kistuþrepum

Ef þú ert á hærra þrepi en blá kista geturðu skipt mælistikunni þinni í kistu á lægra þrepi. Ef þú átt rétt á því að skipta út mælistikunni þinni sérðu þann möguleika undir „My Rewards“.

PokerStars Select og PokerStars Select+

Þetta eru efstu þrepin í PokerStars Rewards, þar sem spilarar fá aðgang að einstökum tilboðum og dagleg pókerverðlaun, sem eru millifærð sem peningur.

PokerStars Select

  • Þú færist í PokerStars Select þegar þú leggur til $50.000 eða meira í tekju eða mótagjöld innan rúllandi 12 mánaða tímabils.
  • Þú færð 50% af tekju og mótagjöldum til baka í peningum á hverjum degi.
  • Þú heldur stöðunni þinni með því að annað hvort:
    • leggja til $10.000 eða meira í tekju eða mótagjöld á rúllandi þriggja mánaða tímabili; eða
    • leggja til $50.000 eða meira í tekju eða mótagjöld á rúllandi 12 mánaða tímabili; eða

PokerStars Select+

  • Þú færist í PokerStars Select+ þegar þú leggur til $100.000 eða meira í tekju eða mótagjöld innan rúllandi 12 mánaða tímabils.
  • Fáðu 60% af tekju og mótagjöldum til baka í peningum úr Spin & Go-mótum og Zoom-leikjum daglega.
  • Fáðu 50% af tekju eða mótagjöldum til baka í peningum úr öðrum pókerleikjum daglega.
  • Þú heldur stöðunni þinni með því að annað hvort:
    • leggja til $20.000 eða meira í tekju eða mótagjöld á rúllandi þriggja mánaða tímabili; eða
    • leggja til $100.000 eða meira í tekju eða mótagjöld á rúllandi 12 mánaða tímabili; eða

Þegar spilarar vinna sér inn rétt til að vera í PokerStars Select eða PokerStars Select+ verða þeir færðir úr hefðbundnum þrepum og kynningum PokerStars Rewards.

Skilmálar

Skilmálar fyrir PokerStars Rewards-kerfið („Skilmálar PokerStars Rewards-kerfis“)

Þátttaka þín í PokerStars Rewards-kerfinu, eins og það er lagt fram af PokerStars, er tekin sem fullt samþykki þitt á skilmálum PokerStars Rewards-kerfisins.

1. Þátttaka í PokerStars Rewards-kerfinu fellur undir þessa skilmála PokerStars Rewards-kerfisins sem eru kynntir hér. Við áskiljum okkur rétt til þess að bæta við eða breyta þessum skilmálum PokerStars Rewards-kerfisins hvenær sem er og áframhaldandi þátttaka þín í kerfinu skal teljast sem samþykki þitt og viðurkenning á að þú sért bundinn af þessum skilmálum PokerStars Rewards-kerfisins. Þú ættir að fara yfir skilmálana fyrir PokerStars Rewards-kerfið reglulega til að þekkja áfram helstu endurskoðanir og breytingar.

2. Aðild að PokerStars Rewards-kerfinu er ókeypis og stendur einstaklingum til boða sem dvelja í þeim löndum sem heimila slíka aðild. Aðild og þátttaka gæti verið bönnuð í sumum löndum með lögum sem þar gilda.

3. Spilarar byrja ekki að vinna sér inn fríðindapunkta eða vinna verðlaun fyrr en þeir hafa staðfest þátttöku í PokerStars Rewards-kerfinu í gegnum „Start“-hnappinn í hugbúnaðinum – en þú finnur hann í aðalanddyrinu eða undir „My Rewards“ valseðlinum.

4. PokerStars Rewards-kerfið býður tryggum viðskiptavinum okkar upp á mismunandi verðlaun sem byggjast á spiluninni þeirra.

5. Verðlaun er ekki hægt að framselja, millifæra, skipta, selja eða láta skipta um hendur á nokkurn hátt. Verðlaun er aðeins hægt að vinna og fríðindapunktum er aðeins hægt að safna upp í gegnum spilun fyrir raunverulega peninga. Þegar fríðindapunktamarkmiði er náð vinna spilarar verðlaun af handahófi í skiptum fyrir punktana, eins og er lýst hér ofar. Verðlaun gætu innihaldið peninga eða inneignir í leikjum (e. game credit).

6. Sumum verðlaunum sem vinnast í gegnum PokerStars Rewards-kerfið gætu fylgt kvaðir um að þau þurfi að spila í gegn (e. play-through).

7. Aðeins er hægt að vinna sér inn fríðindapunkta fyrir upphæðir og veðmál sem lögð eru undir í pókerleikjum PokerStars.

8. Með því að taka þátt í PokerStars Rewards-kerfinu viðurkennir þú að við gætum vísað til notandanafns þíns ef það gerist að þú vinnir til umtalsverðra verðlauna. Hins vegar munum við aðeins nota nafn þitt, ímynd og líkneskju til kynningarstarfa og markaðsfærslu ef þú færð verðlaun sem eru meira virði en 9.999 USD og erum við þá með skriflegt samþykki frá þér. Einnig munum við sækjast eftir samþykki þínu ef við óskum þess að þú mætir í viðtöl (án þess að greiðsla komi í staðinn) við útvalda fjölmiðla sem við gætum valið, í tengslum við sigur þinn.

9. Sérhver misnotkun á PokerStars Rewards-kerfinu (hvort sem það er með samráði, svindli eða eftir öðrum misjöfnum leiðum) eða misbrestur á að fylgja skilmálum PokerStars Rewards-kerfisins, getur orsakað það að aðild þín verði afturkölluð og að öll uppsöfnuð verðlaun og fríðindapunktar verði verði sótt til þín aftur eða það falli niður.

10. Almennu skilmálarnir okkar gilda einnig um PokerStars Rewards-kerfið.

11. Við áskiljum okkur rétt til þess að sækja aftur til þín eða snúa við allri veitingu verðlauna til hvers þess spilara þar sem ákvörðun um veitingu verðlauna eða verðlaunaupphæða sem eru lagðar inn á spilara eru afleiðing villu, svika, tæknilegrar bilunar eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum.

12. Aðild að PokerStars Rewards-kerfinu og fríðindum er úthlutað algjörlega að sjálfdæmi okkar og við áskiljum okkur rétt til þess að slíta og/eða gera breytingar á aðild að PokerStars Rewards-kerfinu (og fríðindum þess) hvenær sem er.

13. Ákvarðanir starfsfólks og stjórnenda um allt sem viðkemur PokerStars Rewards-kerfinu eru endanlegar og þeim er ekki hægt að áfrýja eða krefjast endurskoðunar.

14. Kistur renna út eftir 30 daga ef þær eru ekki opnaðar og útrunnar kistur er ekki hægt að endurvekja/sækja.

15. Verðlaun sem þú færð í kistum geta líka runnið út – kíktu á verðlaunin þín undir „My Rewards“ til að sjá upplýsingar um hvaða dag tiltekin verðlaun renna út.

16. Meðlimir í PokerStars Rewards-kerfinu sem leggja til 50.000 USD rekju (e. rake) eða meira innan rúllandi 12 mánaða tímabils komast sjálfkrafa í verðlaunaþrepið „PokerStars Select“.

17. Spilarar sem taka þátt í PokerStars Select:

17.1 munu fá 50% af tekjunni þeirra úr öllum pókerleikjum til baka beint inn á reikninginn sinn sem pening; og

17.2 verða að ná að minnsta kosti 10.000 USD tekju á rúllandi þriggja mánaða tímabili eða að minnsta kosti 50.000 USD á rúllandi tólf mánaða tímabili til að halda stöðunni sinni í PokerStars Select.

18. Meðlimir í PokerStars Rewards-kerfinu sem leggja til 100.000 USD rekju (e. rake) eða meira innan rúllandi 12 mánaða tímabils komast sjálfkrafa í verðlaunaþrepið „PokerStars Select+“.

19. Spilarar sem taka þátt í PokerStars Select+:

19.1 munu fá (a) 60% af tekjunni sinni úr Spin & Go og Zoom-leikjum og (b) 50% af telkjunni sinni úr öllum öðrum pókerleikjum aftur inn á reikninginn sinn í peningum; og

19.2 verða að ná að minnsta kosti 20.000 USD tekju á rúllandi þriggja mánaða tímabili eða að minnsta kosti 100.000 USD á rúllandi tólf mánaða tímabili til að halda stöðunni sinni í PokerStars Select+.

20. Baktekja (e. rakeback) verður greidd inn á reikninginn þinn innan 48 klukkustunda frá því að hún næst.

21. Ef þér tekst ekki að ná tekjuskilyrðunum fyrir annað hvort þrepið missirðu þátttökustöðuna þína í þrepinu sem þú ert á og færist þá aftur í réttindi fyrir venjulega meðlimi í PokerStars Rewards-kerfinu. Þátttökustaða í PokerStars Select+ verður lækkuð í PokerStars Select ef tekjuskilyrðin fyrir PokerStars Select hafa annars náðst.

22. Þegar tekjuskilyrðið fyrir aðgang í annað þrep hefur náðst verður þátttökustöðu þinni fyrir tilheyrandi þrep bætt á rækninginn þinn innan 48 klukkustunda. Kynninngarkista verður líka bætt á reikninginn þinn sem leyfir þér þá að byrja að vinna þér inn baktekju (e. rakeback) í viðeigandi hlutfalli/prósentu fyrir þrepið þitt áður en staðan þín breytist.

23. Þátttaka í PokerStars Select eða PokerStars Select+ útilokar þig frá því að taka þátt í öllum öðrum kynningum sem eru í boði undir PokerStars Rewards-kerfinu (eins og að vinna þér inn fríðindapunkta og opna kistur). Allar útistandandi upphæðir á mælistikunni þinni á þeim tíma sem þú kemst inn á annað hvort þrepið verða greiddar inn á reikninginn þinn í peningum í beinum hlutföllum (e. pro-rata).

24. Ef spilari getur sýnt fram á, að okkar mati, að hann hafi áður lagt undir upphæð sem er jöf eða meiri en þarf til að standast tekjuskilyrðið fyrir annað hvort þrepið þegar hann notar þjónustu annars pókerrekstraraðila á netinu (t.d. Með skjölum sem sýna raunverulega tekjusögu), getum við, kjósum við svo, ákveðið að skrá spilarann inn í tilheyrandi stöðu án þess að þeir hafi náð þessum tekjuskilyrðum á vefsíðu PokerStars. Hafðu samband við okkur í select@pokerstars.com til að óska eftir að tekið verði tillit til þessarar aðgangsleiðar.

25. Þú getur hvenær sem er valið að taka ekki þátt í PokerStars Select eða PokerStars Select+ og snúið aftur í hefðbundin réttindi PokerStars Rewards-kerfisins hvenær sem er með því að senda okkur tölvupóst á select@pokerstars.com.

Síðast uppfært í febrúar 2024.